Þrír Ísfirðingar á pall

Anna María Daníelsdóttir í brautinni á Landsmóti.

Isak Stiansson Pedersen frá Skíðafélagi Akureyri sigraði í 10 km göngu með frjálsri aðferð á Skíðamóti Íslands sem fer fram á Akureyri. Ísfirðingurinn Albert Jónsson koma fast á hæla hans og var einungis þremur sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum. Dagur Benediktsson úr Skíðafélagi Ísfirðinga var í þriðja sæti, sex sekúndum á eftir Isak.

Í dag, föstudag, fór einnig fram 5 km ganga kvenna og var gengið með frjálsri aðferð. Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði sigraði og Anna María Daníelsdóttir úr Skíðafélagi Ísafirðinga varð í öðru sæti. Veronika Lagun frá Skíðafélagi Akureyringa hafnaði í þriðja sæti.

Smári

DEILA