Stútfullt blað helgað konum

Stútfullt blað helgað konum

Í gær var alþjóðlegum baráttudegi kvenna fagnað og í nýjasta tölublaði Bæjarins besta sem borið er í hús í dag er sjónum beint að vestfirskum konum og því sem þær eru að fást við. Því hefur stundum verið kastað fram að konur taki ekki pláss og einnig að þær fái ekki pláss til jafns við karla, til að mynda er slagorð kvennadagsins á alþjóðavísu í ár „Be bold for change“ þar sem vísað er til þess að konur stígi fram og taki pláss, bæði með tilvísun til þess að breyta því sem hefur verið jafnt því sem verða vill. Í blaðinu fá konurnar plássið og í stað lítils áttblöðungs telja síður blaðsins nú hátt á fjórða tuginn og þó er þarna einungis að finna hluta þeirra kvenna sem stunda atvinnurekstur með einum eða öðrum hætti á Vestfjörðum. Þar má þó lesa um fjölda kvenna í fyrirtækjarekstri og hvað þær eru að fást við; lesa um þann eldmóð, það hugmyndaauðgi, þá framkvæmdagleði – og það úthald sem konurnar sýna.

Í leiðara Bryndísar Sigurðardóttur ritstjóra blaðsins segir meðal annars „Auðlindir okkar felast ekki bara í jarðhita og fallvötnum, hún felst í okkur sjálfum, orkunni í hverjum einstaklingi.“ Það má með sanni segja að blaðið sýni hluta þeirrar gjöfulu auðlindar sem konur í atvinnurekstri eru.

Blaðið má skoða hér.

annska@bb.is

 

DEILA