Stefnt á að opna vesturleiðina í dag

Mokstur á Hrafnseyrarheiði. Mynd úr safni.

Moksturstæki Vegagerðarinnar hafa síðustu daga verið að störfum á Dynjandisheiði. Guðmundur R. Björgvinsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Ísafirði, vonast til að vegurinn opni í dag. „Ef ekkert óvænt kemur upp á þá ætti það að takast. En ég lofa því ekki fyrr en ég sé síðasta skaflinn fara,“ segir hann. Vegagerðin er búin að opna veginn um Hrafnseyrarheiði.

Að sögn Guðmundar er mokstur á heiðunum óvenju snemma á ferðinni í ár, enda hafa snjóalög ekki verið mikil. „Það er ekkert sérlega mikill snjór uppi, en hann er harður og mikill klaki og seinlegt að moka.“

Hann minnir vegfarendur sem hyggjast keyra heiðarnará  að hafa í huga að þó ágætisveður sé á láglendi þá er vetur konungur ekki búinn að sleppa takinu af fjallvegum.

Smári

DEILA