Starfsmannaleigur í örum vexti

Fjöldi starfs­manna sem eru á ís­lensk­um vinnu­markaði á veg­um er­lendra þjón­ustu­fyr­ir­tækja og starfs­manna­leigna hef­ur marg­fald­ast á milli ára. Þetta kem­ur fram í skýrslu Vinnu­mála­stofn­un­ar um ástandið á vinnu­markaði. Í sein­asta mánuði voru 40 er­lend þjón­ustu­fyr­ir­tæki starf­andi hér á landi en þau voru níu tals­ins í sama mánuði í fyrra. Alls voru 411 starfs­menn á veg­um þess­ara fyr­ir­tækja í fe­brú­ar, ná­lega tvö­falt fleiri en í sama mánuði í fyrra.

Þá voru starfs­menn starfs­manna­leigna, inn­lendra sem er­lendra, sam­tals 974 í sein­asta mánuði á veg­um 26 starfs­manna­leigna á vinnu­markaðinum og hafði þeim fjölgað úr 178 á einu ári. Yfir 20.000 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar voru að jafnaði á ís­lensk­um vinnu­markaði á sein­asta ári.

DEILA