Starfsmannafélag ÁTVR eindregið á móti frumvarpinu

Starfsmannafélag ÁTVR leggst eindregið gegn því að einkaréttur ÁTVR á því að selja áfengi verði afnuminn, eins og lagt er til í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi en þar eru lagðar til breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Í umsögn sem starfsmannafélagið hefur skilað inn til Alþingis segir að starfsmenn ÁTVR „séu langþreyttir á umræðu um afnám einkaréttarins, sem ítrekað hefur skapað óöryggi og valdið streitu.“

Þá segir í umsögninni að ljóst sé að stórum hluta af þeim 450 manns sem starfa hjá ÁTVR verði sagt upp nái frumvarpið fram að ganga „enda væri áfengissala ríkisins þar með úr sögunni. Það sem starfsfólki ÁTVR gremst þó einna helst eru eilífar rangfærslur í umræðunni og vanþekking og virðingarleysi gagnvart því mikilvæga starfi sem það vinnur í þágu lýðheilsu í landinu.“

smari@bb.is

DEILA