Stækka Hólabúð

Ása og Reynir í Hólabúð.

Nú er undirbúningur hafinn að stækkun húsnæðis Hólabúðar á Reykhólum. Verslunin og veitingasalan hjá hjónunum Ásu Fossdal og Reyni Þór Róbertssyni er í frekar knöppu rými, svo ekki sé meira sagt, en nú sjá þau fram á bjartari tíma með mun betri vinnuaðstöðu. Á Reykhólvefnum segir að í sveitinni hafi verið spaugað með að þarna sé minnsti veitingastaður norðan Alpafjalla, með eitt fjögurra manna borð, en ekki hefur það komið niður á afgreiðslunni þó gestirnir væru fleiri en fjóri. Eftir stækkunina verður eiginlegur veitingastaður settur upp í Hólabúð þar sem áhersla verður lögð á mat úr héraði, og er það við hæfi þar sem Reykhólar eru við mestu matarkistu landsins.

smari@bb.is

DEILA