Skemmtikvöld Lions haldið á Hlíf

Skemmtikvöld Lionsklúbbsins. Mynd úr safni.

Á föstudagskvöld verður árlegt skemmtikvöld Lions haldið á Hlíf. Skemmtikvöldið sem hefur verið haldið allar götur frá því er Hlíf tók til starfa, hefur verið vel tekið af íbúum og segir Bjarndís Friðriksdóttir formaður Lionsklúbbs Ísafjarðar skemmtikvöldin veita félagsmönnum ómælda ánægju. Á skemmtikvöldinu verður veglegt kaffihlaðborð og skemmtidagskrá, þar sem Benni Sig mun meðal annars troða upp. Þá verður spilað bingó og hafa fyrirtæki í bænum lagt til fjölda glæsilegra vinninga og má meðal annars krækja sér þar í flugferð með Flugfélagi Íslands.

Skemmtikvöldið verður sem áður segir föstudaginn 24.mars og hefst það klukkan 19.30.

annska@bb.is

DEILA