Ný vefmyndavél á Flateyri

 

Vefmyndavél hefur verið komið fyrir á Flateyri og er uppsetning og útsending myndavélarinnar samstarfsverkefni Önfirðingafélagsins, Snerpu ehf. á Ísafirði og Græðis sf. Flateyri. Myndavélin er staðsett á fjarskiptamastri sem er við Símstöðina Ránargötu 1. Þaðan er hægt að sjá m.a. yfir höfnina og niður Hafnarstrætið. „Þetta vantaði alveg á Flateyri, það er komin vefmyndavél alla hina staðina hér í kring,“ segir Valdimar Jónsson, framkvæmdastjóri Græðis. „Þetta er bara til gamans gert, til dæmis fyrir brottflutta. Þeir geta þá horft á myndina og haldið áfram að sakna þorpsins,“ segir Valdimar og hlær.

Slóð á vefmyndavélina

DEILA