Mokað tvisvar í viku

Mokstur í Árneshreppi. Mynd úr safni.

Frá og með morgundeginum verður vegurinn norður í Árneshrepp opnaður tvisvar í viku.  Fréttvefurinn Litlihjalli hefur eftir Jóni herði Elíassyni, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík, að mokað verði á þriðjudögum og föstudögum ef veður og snjóalög leyfa. Snjólétt hefur verið á Ströndum í vetur eins og annars staðar á landinu og vegurinn norður hefur mikið til verið jeppafær. Vegna lítilla snjóalaga hefur Vegagerðin sent moksturstæki norður nokkrum sinnum í vetur þrátt fyrir mokstursregluna sem kveður á um að ekki sé mokað fyrr en eftir 20. mars.

smari@bb.is

DEILA