Kæra frávísun Lögreglunnar á Vestfjörðum

Regnbogasilungur

Landssamband veiðifélaga (LV) hefur kært frávísun Lögreglunnar á Vestfjörðum á kæru LV vegna slysasleppingar regnbogasilungs á Vestfjörðum til Ríkissaksóknara. Kæran laut að því hvort að lög um fiskeldi hafi verið brotin í ljósi fjölda regnbogasilungs sem veiddust í ám á Vestfjörðum síðla síðasta sumar. Lögreglan á Vestfjörðum vísaði kærunni frá meðal annars vegna þess að eftirlitsaðilar, þ.e. Matvælastofnun og Fiskistofa, hafi slysasleppingarnar til rannsóknar. Í fréttatilkynningu kemur fram að LV telur að Matvælastofnun hafi ekki sérstakar valdheimildir til að rannsaka málið sem opinbert mál. Þá teljist það ekki skilyrði fyrir opinberri rannsókn að kæra hafi komið frá Matvælastofnun.

Í kærunni vekur LV athygli Ríkissaksóknara á því að starfsemi Matvælastofnunar sætir nú úttekt í kjölfar gagnrýni á stofnunina um að sinna ekki ábyrgðarhlutverki sínu. Telur Landssambandið að mál þetta til marks um að stofnunin hafi ekki uppfyllt lögbundið eftirlitshlutverk sitt og því nauðsynlegt að opinber rannsókn fari fram á á öllum þáttum þess.

smari@bb.is

DEILA