Íbúasamráð í Ísafjarðarbæ

Stjórnsýsluhús Ísafjarðarbæjar

Á laugardaginn efnir Ísafjarðabær til málþings um íbúasamráð, það er haldið í Edinborgarhúsinu og er öllum opið. Fyrsta mál á dagskrá er erindi bæjarstjórans Gísla Halldórs Halldórssonar þar sem hann fjallar um aðkomu íbúa og tilgreinir sérstaklega sundhallir og reiðskemmur. Í ljósi undangenginna umræðna og að frétt um vinningstillögu vegna breytinga á Sundhöll Ísafjarðar er mest lesna fréttin á vef bb.is frá áramótum má reikna með að mikil áhugi sé á erindinu.

Á þinginu munu fulltrúar úr hverfisráðum sveitarfélagsins lýsa reynslu sinni af þessu nýja fyrirkomulagi. Anna Björnsdóttir sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fer yfir hvers vegna og hvernig best sé að haga íbúasamráði og Nicole Leigh Musty, formaður Hverfisráðs Breiðholts segir frá íbúalýðræði í Reykjavík.

Að loknu hádegishléi verða svo vinnustofur þar sem verkefnið er að finna leiðir til að bæta íbúasamráð og styrkja hverfisráðin.

bryndis@bb.is

DEILA