Hótelherbergjafjöldi tvöfaldast að tölu

Fjöldi heils­árs­hót­el­her­bergja á land­inu hef­ur meira en tvö­fald­ast frá alda­mót­um og nýt­ing þeirra batnað. Rúm­lega átta þúsund hót­el­her­bergi voru til á land­inu und­ir lok síðasta árs sam­an­borið við 2.500 árið 2000.

Þetta kem­ur fram hjá Grein­ing­ar­deild Ari­on banka sem hef­ur farið yfir breyt­ing­ar hag­kerf­is­ins á öldinni.

Sam­setn­ing fjár­fest­ing­ar hef­ur breyst mikið á síðustu árum þar sem hið op­in­bera hef­ur dregið sam­an segl­in en ferðaþjón­usta hef­ur komið sterk inn. Þá skýrist vöxt­ur fjár­fest­ing­ar á síðustu árum að miklu leyti af ferðaþjón­ustu og má rekja meira en fjórðung allr­ar at­vinnu­vega­fjár­fest­ing­ar árið 2016 til grein­ar­inn­ar.

Að sögn Grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar er erfitt að festa ná­kvæm­lega niður áhrif ferðaþjón­ust­unn­ar en all­ar hag­töl­ur benda til mik­illa áhrifa. Hef­ur ferðaþjón­ust­an staðið und­ir u.þ.b. helm­ingi hag­vaxt­ar frá 2010.

Þegar litið er aft­ur til alda­móta er ljóst að hag­vöxt­ur­inn hef­ur verið byggður á nokkuð breiðum grunni en ferðaþjón­ust­an er þó mjög áber­andi. Þar kemur fjár­málaþjón­usta einnig sterk inn ásamt upplýsinga­tækni og fast­eignaviðskipt­um.

smari@bb.is

DEILA