Hætta að reykja á Hornbjargsvita

Hornbjargsviti.

Valgeir Skagfjörð, leikar og markþjálfi, stendur fyrir námskeiði námskeiði í samvinnu við Ferðafélag Íslands, um það hvernig losna má frá nikótínfíkninni, á Hornbjargsvita í byrjun júlí. „Þarna verðum við að þrauka þessa daga og það þarf ansi mikla skuldbindingu að ákveða að fara á hjara veraldar til að takast á við verkefnið að hætta að reykja,“ segir Valgeir í Morgunblaðinu í dag. Námskeiðið byggir á því að reykingamaðurinn fari í burtu úr sínu venjulega umhverfi – út fyrir þægindarammann og takist á við verkefnið ótruflaður. „Þarna getur fólk ekki nálgast neinn varning og það fer enginn út í sjoppu.“ Hugmyndina sækir Valgeir til Halldórs vitavarðar Halldórssonar, sem er skálavörður Ferðafélagsins á Hornbjargsvita.

Smári

DEILA