Gefa bílbeltanotkun sérstakan gaum

Aldrei er of oft minnt á mikilvægi þess að ökumenn og farþegar noti öryggisbelti, og börn viðeigandi öryggisbúnað. Ekki síður að ökumenn einbeiti sér að akstrinum og noti ekki farsíma í akstir nema þá með handfrjálsum búnaði. Vegna þessara sjálfsögðu öryggisþátta, ætlar lögreglan á Vestfjörðum að gefa þessum þáttum sérstakan gaum næstu daga og vikur í það minnsta. „Þetta snýst fyrst og fremst um umferðaröryggi gott fólk. Engu máli skiptir hvort verið sé að aka styttri eða lengri leiðir,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

smari@bb.is

DEILA