Fyrsti titill ársins er kominn í hús hjá ísfirska knattspyrnumanninum Matthíasi Vilhálmssyni og félögum hans í Rosenborg. Í gær var leikið í Mesterfinalen, en leikurinn markar upphaf knattspyrnuvertíðarinnar í Noregi. Í Mesterfinalen mætast deildar- og bikarmeistarar. Rosenborg vann báða titlana í fyrra og því var Brann mótherjinn í gær, en liðið varð í öðru sæti deildarinnar í fyrra.
Matthías var í byrjunarliði Rosenborg sem vann leikinn 2-0. Fyrsta umferð norsku úrvalsdeildarinnar verður leikinn um helgina og Matthías og félagar mæta Odds BK á heimavelli.
Smári