Fylgið hrynur af Bjartri framtíð og Viðreisn

Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kæmu flokkum sínum ekki á þing, samkvæmt nýrri könnun.

Hvorki Björt Framtíð né Viðreisn kæmu manni á þing ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri-græn njóta langmest fylgis aðspurðra. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var 20. og 21. mars, fengi Björt framtíð 3,8 prósent atkvæða en Viðreisn 3,1 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur flokka, 32.1 prósent þeirra sem afstöðu tóku segjast styðja hann. Vinstri-græn eru skammt undan með 27,3% fylgi og Píratar fengju 14,5 prósent.

Samfylkingin er samkvæmt könnuninni komin upp fyrir Framsóknarflokkinn og 8,8 prósent aðspurðra segjast styðja Samfylkinguna en 7 prósent Framsókn. Hringt var í 1.242 manns samkvæmt slembiúrtaki úr þjóðskrá, uns samband hafði náðst við 791. Svarhlutfall var 63,7 prósent.

smari@bb.is

DEILA