Byggðastofnun styrkir meistaranema

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt að því að veita fjóra styrki. Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við viðurkenndan háskóla. Í umsókn skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig það styður við byggðaþróun. Við mat á umsóknum verður fyrst og fremst litið til tengsla við byggðaþróun, nýnæmi verkefnis og hvort til staðar séu möguleikar á hagnýtingu þess. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar.

Þetta er í þriðja skipti sem Byggðastofnun veitir styrkir til meistaranema. Áður hafa allavega tvö verkefni sem tengjast byggðaþróun á Vestfjörðum hlotið styrki; Hagkvæmni nýtingar sjávarhita á norðurslóðum: raundæmi Önundarfjörður. Styrkþegi Majid Eskafi, Háskólasetur Vestfjarða og Eldri íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum: Athafnir, þátttaka og viðhorf til þjónustu. Styrkþegi Margrét Brynjólfsdóttir, Háskólinn á Akureyri.

Nánari upplýsingar og rafrænt umsóknarform er að finna á vef Byggðastofnunar. Umsóknafrestur er til miðnættis 9. apríl 2017.

annska@bb.is

DEILA