Bjartviðri í dag

Það verður austlæg átt 3-8 m/s á Vestfjörðum í dag og víða bjart veður. Það þykknar upp í kvöld og á morgun verður austan- og norðaustanátt 5-10 m/s og snjókoma með köflum. Áfram verður kalt í veðri og verður frost frá frostmarki að 8 stigum. Veðurhorfur fyrir landið á sunnudag kveða á um norðaustan 10-15 m/s norðan- og austanlands með snjókomu eða éljum og frosti á bilinu 1 til 5 stig. Mun hægari vindur á Suður- og Suðvesturlandi, bjart með köflum og hiti um frostmark að deginum.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er allvíða á vegum á Vestfjörðum og eitthvað um éljagang.

annska@bb.is

DEILA