Átakalítið veður í vikunni

Það verður fremur hæg breytileg átt og bjartviðri á Vestfjörðum í dag, en norðaustan 8-13 m/s á morgun, skýjað með köflum og stöku él. Hiti verður um og yfir frostmarki að deginum. Í spá Veðurstofu Íslands fyrir landið á miðvikudag og fimmtudag er gert ráð fyrir austan 8-13 m/s syðst á landinu og smáskúrum, en annars hægari breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti verður 1 til 6 stig að deginum, en í kringum frostmark norðan- og austanlands.

Nokkur hálka er á heiðum og hálsum á  Vestfjörðum en óveruleg hálka er á láglendi.

annska@bb.is

DEILA