Áfram fallegt vetrarveður

Það verður áfram kalt og fallegt í veðri á Vestfjörðum. Veðurstofa Íslands spáir austan golu eða stinningsgolu 3-8 m/s í landshlutanum í dag og áfram skín sól í heiði bróðurpart dags hið minnsta. Frost verður á bilinu 0-8 stig. Á morgun verður áfram gott vetrarveður á svæðinu með hægviðri.

Á Vestfjörðum er talsvert autt en þó sums staðar ýmist hálka eða hálkublettir, einkum á fjallvegum og útvegum. Búið er að opna norður í Árneshrepp á Ströndum.

annska@bb.is

DEILA