7,2 prósent hagvöxtur í fyrra

Lands­fram­leiðsla jókst að raun­gildi um 7,2% á ár­inu 2016 og er nú 10% meiri en hún var árið 2008. Einka­neysla jókst um 6,9%, sam­neysla um 1,5% og fjár­fest­ing jókst um 22,7%. Árleg­ur vöxt­ur einka­neyslu hef­ur ekki mælst meiri frá ár­inu 2005 en að ár­inu 2007 und­an­skildu hef­ur einka­neysla ekki mælst meiri að raun­gildi hér á landi. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Hag­stofu Íslands.

Útflutn­ing­ur jókst um 11,1% á sama tíma og inn­flutn­ing­ur jókst um 14,7% og dró ut­an­rík­is­versl­un úr hag­vexti þrátt fyr­ir 158,8 millj­arða króna af­gang af vöru- og þjón­ustu­viðskipt­um á liðnu ári. Útflutn­ing­ur þjón­ustu nam 26,8% af lands­fram­leiðslu á ár­inu 2016 og er þetta í fyrsta skipti frá því að gerð þjóðhags­reikn­inga hófst árið 1945 sem tekj­ur af út­fluttri þjón­ustu mæl­ast hærri en af vöru­út­flutn­ingi.

Fjár­fest­ing jókst um 22,7% á síðasta ári en ár­leg­ur vöxt­ur fjár­fest­ing­ar hef­ur ekki mælst meiri síðan árið 2006. Um­tals­verð aukn­ing var í fjár­fest­ingu at­vinnu­veg­anna, eða 24,7% og sömu­leiðis í íbúðafjár­fest­ingu, eða 33,7%. Á sama tíma­bili jókst fjár­fest­ing hins op­in­bera um 2,5%.

Sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu var sam­neysla 23,1% á liðnu ári sem er held­ur lægra en und­an­far­in ár. Á ára­bil­inu 2010-2015 var hlut­fallið 24,3% að meðaltali en frá ár­inu 1996 hef­ur hlut­fall sam­neyslu af lands­fram­leiðslu verið 23,3% að meðaltali.

Lands­fram­leiðslan á 4. árs­fjórðungi 2016 jókst að raun­gildi um 11,3% frá sama árs­fjórðungi fyrra árs en það er mesta aukn­ing sem mælst hef­ur frá því á 4. árs­fjórðungi 2007.

Á sama tíma juk­ust þjóðarút­gjöld, sem eru sam­tala neyslu og fjár­fest­ing­ar, um 8,4%. Einka­neysla jókst um 7,2%, sam­neysla um 1,7% og fjár­fest­ing um 18,6%. Fjár­fest­ing í íbúðar­hús­næði á 4. árs­fjórðungi 2016 jókst óvenju­lega mikið eða um 70,9% að raun­gildi borið sam­an við sama tíma­bil árið áður.

Útflutn­ing­ur jókst um 14% á sama tíma og inn­flutn­ing­ur jókst um 8,8%. Helstu drif­kraft­ar hag­vaxt­ar eru fjár­muna­mynd­un og einka­neysla ásamt ut­an­rík­is­viðskipt­um. Árstíðaleiðrétt lands­fram­leiðsla jókst að raun­gildi um 2,6% frá 3. árs­fjórðungi 2016.

DEILA