VG stærst

Katrín Jakobsdóttir formaður VG. Mynd: mbl.is / Árni Sæberg.

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn njóta mest fylgis meðal landsmanna samkvæmt nýrri skoðanakönnun MRR. Munurinn á flokkunum er þó innan skekkjumarka. Vinstri-græn mælast með 27 prósenta fylgi, jafn mikið og í síðustu könnun í byrjun mánaðarins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,4 prósenta fylgi, litlu meira en í síðustu könnun. Munurinn á fylgi VG og Sjálfstæðisflokks er innan skekkjumarka. Samfylkingin mælist með fylgi í tveggja stafa tölu í fyrsta skipti í rúmlega hálft ár, eða með 10,0% en mældist síðast með 7,8%. Stuðningur við ríkisstjórnina hækkaði milli kannana og kváðust 34,9% styðja ríkisstjórnina. Það er 2,3 prósentustiga hækkun frá síðustu könnun.

 

Fylgi við Pírata lækkar úr 13,6 prósentum í 11,9 prósent milli kannana. Fylgi Framsóknarflokksins fer úr 9,7 prósentum í 10,7 prósent. Breytingar á fylgi þessara flokka er innan skekkjumarka. Viðreisn mælist með 6,2 prósenta fylgi og Björt framtíð 5,4 prósent.

DEILA