Úrkomulítið í dag

Hið ágætasta veður verður á Vestfjörðum í dag, hvar Veðurstofa Íslands spáir norðaustan golu eða kalda, 3-10 m/s og úrkomulitlu veðri. Hiti kringum frostmark. Suðlægari og dálítil él á morgun, heldur kólnandi. Á Vestfjörðum er hálka á flestum fjallvegum og hálkublettir á köflum á láglendi.

annska@bb.is

DEILA