Þorgerður flytur skrifstofuna vestur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja skrifstofu sína tímabundið vestur á Ísafjörð dagana 13. 14. og 15. febrúar næstkomandi. Með ráðherranum í för verður meðal annars ráðuneytisstjóri og aðstoðarmaður ráðherra.

Tilgangurinn með flutningunum er að heimsækja fyrirtæki og stofnanir og styrkja tengsl ráðuneytisins við sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að skrifstofan flytji tímabundið út á land þrisvar til fjórum sinnum á ári.

Ráðherrann verður með viðtalstíma á Ísafirði milli kl. 08:30 og 12:00 þriðjudaginn 14. febrúar í fundarsal Háskólaseturs Vestfjarða.

Óskir um viðtöl skulu berast á netfangið gudny.steina.petursdottir@anr.is

smari@bb.is

DEILA