Súld eða rigning í dag

Það verður hlýtt í veðri á Vestfjörðum í dag og hæglætis veður, suðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil súld eða rigning. Austlægari í kvöld en austan 3-8 m/s og rigning á morgun, en slydda til fjalla. Talsvert hlýtt hefur verið á landinu það sem af er febrúarmánuði og í dag og á morgun verður hiti á bilinu 1 til 7 stig, þegar líður á vikuna kólnar í veðri og gangi spár eftir þá mun sjást snjór á föstudag.

Vegir eru að heita má greiðfærir um allt land en sums staðar er þokuloft.

annska@bb.is

DEILA