Rigning eftir hádegið

Veðurstofa Íslands spáir norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum í dag. Það þykknar upp með deginum og má búast við rigningu eftir hádegið. Á morgun styttir upp og verður þá hæg breytileg átt á morgun og þurrt að kalla. Hiti verður yfirleitt á bilinu 1 til 4 stig. Í spá fyrir landið í heild sinni á sunnudag segir að búast megi við stífri vestlægri eða breytilegri átt og talsverðri rigningu, en slyddu norðanlands. Rofar þó til seinni partinn. Hiti verður 0 til 8 stig, mildast suðaustanlands.

Hálkublettir eða hálka er á fáeinum fjallvegum á Vestfjörðum.

annska@bb.is

DEILA