MÍ úr leik

Á síðasta ári komst lið MÍ í sjónvarpshluta Gettu betur í fyrsta sinn, ekki gekk það þetta árið þrátt fyrir góða baráttu

Keppnislið Menntaskólans á Ísafirði mætti liði Fjölbrautarskólans í Garðabæ í annarri umferð spurningakeppninnar Gettu betur í gærkvöldi. Lið MÍ háði þar drengilega baráttu en leit að lokum í minni pokann fyrir sterku liði FG sem sigraði með 35 stigum gegn 21 stigi MÍ. Það er því ljóst að MÍ birtist ekki á skjánum þetta árið en næstu stig keppninnar undanúrslit og úrslit fara fram í Sjónvarpinu og hefst keppnin þar föstudaginn 24.febrúar. Undanúrslit fara fram 23. og 25.mars og úrslitakeppnin verður í Háskólabíó föstudaginn 31.mars.

annska@bb.is

DEILA