Meistaraprófsvörn um vistvæn veiðafæri

ann Rouxel ver ritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun í dag.

Í dag mun Yann Rouxel verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ritgerð Yann ber titilinn Best Practices for Fishing Sustainability: Fishing Gear Assessment in the Newfoundland Inshore Northern Cod Fishery.
Leiðbeinandi verkefnisins er William Alan Montevecchi, rannsóknarprófessor við Memorial University á Nýfundnalandi. Pródómari er dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

Eins og titilinn gefur til kynna fjallar ritgerð Yann um mat á veiðafærum til að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna við Nýfundnaland. Stærsta fiskistofnahrun sögunnar átti sér stað við Nýfundnaland og nú hafa veiðar verið leyfðar á ný í takmörkuðu mæli. Nýfundnaland stendur því frammi fyrir verulegum áskorunum þegar kemur að vistfræðilegri og efnahagslegri sjálfbærni. Í ritgerðinni er lagt mat á þrjár veiðiaðferðir þorsks við Nýfundnaland, netaveiðar, handfæraveiðar og körfuveiðar. Veikleikar og styrkleikar hverrar veiðiaðferðar fyrir sig eru kannaðar til að komast að raun um hver þessara aðferða gæti verið besta fyrirmyndin við stjórnun veiðanna í framtíðinni.

Erindi Yann hefst kl. 14 í stofu 1 í Háskólasetrinu og er opið öllum áhugasömum.

DEILA