Léttskýjað og hægur vindur

Það viðrar vel til útivistar á Vestfjörðum í dag en Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir hægri austlægri eða breytilegri átt í fjórðungnum og yfirleitt verður léttskýjað. Frostið gæti þó kroppað eitthvað í kinn þar sem það verður að 10 stigum. Veður verður á svipuðum nótum fram á laugardag er Veðurstofan spáir áfram hægum austlægum eða breytilegum vindi yfir landinu og víða léttskýjuðu. Áfram verður kalt í veðri.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Snjóþekja er á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði.

annska@bb.is

DEILA