Hæglætis veður í dag

Á Vestfjörðum í dag verður hæg vestlæg átt og él og verður hitastigið í kringum um frostmark er fram kemur í spá Veðurstofu Íslands. Á morgun snýr vindur sér í norðaustan átt og síðar norðan 5-13 m/s og verða dálítil él á svæðinu norðanverðu. Útlit er fyrir að vetrarlegt verði í vikunni þó frostið fari ekki margar gráður undir frostmarkið, en heldur kaldara verður en verið hefur það sem af er mánuðinum.

Á Vestfjörðum er víða nokkur ofankoma, él eða snjókoma, og hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingsfærð er úr Bjarnarfirði norður í Árneshrepp.

annska@bb.is

DEILA