Drengjaliðið sigraði riðilinn

10. flokkur Vestra með þjálfurum.

Um síðustu helgi gerðu ungir körfuboltamenn í í Vestra góða ferð í Þorlákshöfn þar sem keppt var í 10. flokki drengja. Skörð voru höggvin í lið Vestra vegna veikinda og því aðeins 6 leikmenn í liðinu. Auk Vestra tóku lið Snæfells, Tindastóls og Þórs úr Þorlákshöfn þátt í mótinu. Vestramenn sýndu styrk sinn og unnu riðilinn og eru þar með komnir upp í B-riðil.

Lið Vestra skipuðu: Daníel Wale Adeleye, Þorleifur Ingólfsson, Stefán Ragnarsson, Blessed Parilla og Hilmir og Hugi Hallgrímssynir. Þjálfari er Yngvi Páll Gunnlaugsson en honum til aðstoðar voru Magnús Breki Þórðarson og Adam Smári Ólafsson.

smari@bb.is

DEILA