Deiluaðilar sýni ábyrgð og semji

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á deiluaðila í sjómannaverkfallinu að sýna ábyrgð og ljúka samningum sem allra fyrst, enda er tjón vegna deilunnar orðið umtalsvert og fer hratt vaxandi. Tveir mánuðir eru á morgun frá því sjómannaverkfallið skall á. Tap vegna verkfalls sjómanna er metið fleiri milljarða króna og standi verkfallið lengur er áætlað að tapið geti numið um það bil milljarði á dag. Í nýrri skýrslu sjávarútvegsráðuneytisins kemur fram að heildaráhrif verkfallsins á ráðstöfunartekjur sjómanna eru talin nema um 3.573 milljónum króna til 10. febrúar 2017; tekjutap 2.400- 2.600 fiskverkamanna er metið á um 818 milljónir króna; tekjutap ríkissjóðs er gróft áætlað á tímabilinu 2,5 milljarðar króna og sveitarfélaga einn milljarður króna.

smari@bb.is

DEILA