Augljóst að forsendur kjarasamninga eru brostnar

Gylfi Arnbjörnsson og Björgólfur Jóhannsson formaður SA kampakátir við undirritun síðustu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Mynd: mbl.is / Árni Sæberg.

Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Svo gæti farið að samningar opnist um mánaðamótin. Eins og staðan er í dag er forsendubresturinn augljós að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ.

„Í forsendum við gerð kjarasamningsins var rætt um laun annarra hópa, húsnæðisfrumvörp ríkisstjórnarinnar, að þau frumvörp kæmust til framkvæmda og að verðbólga héldist stöðug,“ segir Gylfi í Fréttablaðinu í dag.  Að hans mati hafa laun annarra hópa, eins og alþingismanna og ráðherra, hækkað umfram það sem menn ætluðu. Þá hafi ekki verið staðið við aðgerðir í húsnæðismálum

Forsendunefnd ASÍ og SA hittist í vikunni og fer yfir þessar forsendur. Nefndin þarf að skila niðurstöðu innan átta daga um hvort forsendurnar halda eða ekki. „Verði niðurstaðan að forsendur séu brostnar fer málið til samninganefndar ASÍ og næstu skref verða ákveðin,“ bætir Gylfi við.

smari@bb.is

DEILA