Ásgeir Guðbjartsson, fyrrverandi skipstjóri á Ísafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á miðvikudag. Ásgeir fæddist árið 1928 og var um áratugaskeið meðal nafntoguðustu og fengsælustu skipstjórum landsins. Ásamt fleirum stofnaði hann útgerðarfélagið Hrönn hf. árið 1954 og var Ásgeir skipstjóri á sjö Guðbjörgum í röð. Fyrir störf sín hlaut hann fálkaorðuna árið 1991.
Ásgeir kvæntist Sigríði Brynjólfsdóttur árið 1949 og eignuðust þau fjögur börn. Sigríður lést árið 2009.
smari@bb.is