Áhugaverður þáttur um Ragnar H.

Ragnar H. Ragnar.

Á laugardaginn var fluttur á Rás 1 áhugaverður útvarpsþáttur Finnboga Hermannssonar um líf og starf Ragnars H. Ragnar tónlistarfrömuðs á Ísafiðri. Hann var fyrsti skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar 1948 og stjórnaði skólanum til ársins 1984. Skólinn varð strax þekktur undir hans stjórn og hann mótaði þær hefðir sem margar hverjar enn eru hafðar í heiðri og við skólann og frá honum er kominn sá mikli metnaður og hái standard sem jafnan ríkir í starfi skólans. Auk brots úr viðtali við Ragnar er í þættinum rætt við nokkra samferðamenn hans og einnig má heyra hann sjálfan leika eitt af sínum uppáhaldslögum í upphafi og lok þáttarins.

Þátturinn er aðgengilegur í Sarpi RÚV.

smari@bb.is

DEILA