9,5% kaupmáttaraukning

Kaup­mátt­ur meðallauna hækkaði um 9,5% árið 2016 miðað við árið á und­an. Kaup­mátt­ar­aukn­ing­in var rúm­lega fimm sinn­um meiri en meðaltal síðasta ald­ar­fjórðungs, sem er 1,8% hækk­un á ári. Þetta kem­ur fram í Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans. Laun í land­inu hækkuðu að meðaltali um 11,4% milli ár­anna 2015 og 2016 og hef­ur launa­vísi­tal­an ekki hækkað meira síðastliðinn ald­ar­fjórðung.

Meðal­hækk­un launa­vísi­tölu á tíma­bil­inu 1990-2016 var 6,5% sem er veru­lega meira en ger­ist í ná­læg­um lönd­um, seg­ir Lands­bank­inn.

smari@bb.is

DEILA