20 veiðidagar á grásleppunni

Fjöldi veiðidaga til bráðabirgða vegna hrogn­kelsisveiða verða 20 í ár. Þetta kem­ur fram í reglu­gerð sem gef­in er út af at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu. Þetta er sami fjöldi veiðidaga og áður, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu. Þar seg­ir að eng­ar breyt­ing­ar séu gerðar á reglu­gerðinni fyr­ir utan að ákvæði um upp­hafs- og loka­tíma veiða er breytt í sama horf og var 2015.

„Í byrj­un árs 2016 kom Haf­rann­sókna­stofn­un fram með ráðgjöf til ráðuneyt­is­ins um að svo virt­ist sem skipti máli að draga úr meðafla að veiðin hæf­ist seinna. Brugðist var við þess­um ábend­ing­um sbr. frétt á vef ráðuneyt­is,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Í bréfi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem barst ráðuneyt­inu 24. mars kem­ur fram að reynsl­an af síðustu vertíð sýni ekki að þessi aðgerð hafi heppn­ast. Þvert á móti hefði skráður meðafli 2016 ekki verið meiri um ára­bil.“

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hvet­ur jafn­framt grá­sleppu­veiðimenn til að skrá all­an meðafla af ýtr­ustu ná­kvæmni á næstu vertíð.

smari@bb.is

DEILA