Viðræðum sjómanna og útvegsmanna slitið

Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna.

 

Samningarnefndir sjómanna og útgerðar hittust á samningafundi hjá sáttasemjara kl.13 í dag. Eftir frekar stuttar viðræður var ljóst að ekki væri lengra komist og viðræðurnar væru járn í járn þar sem hvorugur aðilinn ætlar að gefa tommu eftir af kröfum. Á vef Verkalýðsfélags Vestfirðinga er greint frá að eftir stutt fundarhlé lögðu samningsaðilar sjómanna og útgerðar fram bókanir um stöðuna og í kjölfarið lýsti sáttasemjari viðræðurnar árangurlausar. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður en samkvæmt lögum ber sáttasemjara að kalla deiluaðila til fundar innan 2ja vikna frá því viðræðum er slitið.

 

smari@bb.is

DEILA