Þrjár tilnefningar til íþróttamanns ársins

Íþróttamiðstöðin Árbær.

 

Íþróttamaður ársins 2016 í Bolungarvík verður útnefndur laugardaginn næsta. Þrír íþróttamenn eru tilnefndir að þessu sinni. Það eru kylfingurinn Chatchai Phorthiya, hestamaðurinn Guðmundur Bjarni Jónsson og knattspyrnumaðurinn Nikulás Jónsson. Hóf vegna útnefningar íþróttamanns ársins verður haldið sameiginlega með 40 ára afmælishófi Sundlaugar Bolungarvíkur. Dagskráin fyrir útnefninguna hefst kl. 14.30 í íþróttasal Árbæjar.

smari@bb.is

DEILA