Sú gula mætt í Breiðadal

Neðri Breiðadalur Mynd: Guðrún Hanna Óskarsdóttir

Það urðu fagnaðarfundir í Önundarfirði í gær þegar sú gula varpaði geislum sínum að gamla bænum í neðri Breiðadal, í fyrsta sinn á þessu ári. Það skipti engum togum að húsmóðirin tók á sprett heim að bæ og skellti pönnukökur en það eru hefðbundnar trakteringar við tækifæri sem þessi.

Mynd og bakari: Guðrún Hanna Óskarsdóttir

bryndis@bb.is

DEILA