Stjórnarandstaðan vill nefnd um stöðu landsbyggðarfjölmiðla

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Mynd: ruv.is

Þingmenn úr öllum flokkum stjórn­ar­and­stöð­unnar vilja að Krist­ján Þór Júl­í­us­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, skipi starfs­hóp til að gera úttekt á starf­semi fjöl­miðla utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og leiðir til að tryggja stöðu þeirra. Þrettán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna standa að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis á Alþing­i.

Sam­kvæmt til­lög­unni á starf­hóp­ur­inn að leggja fram til­lögur sem fela í sér aðferðir og leiðir til að efla og tryggja stöðu lands­byggð­ar­fjöl­miðla „þannig að þeir fái gegnt lýð­ræð­is-, menn­ing­ar-, upp­lýs­inga- og fræðslu­hlut­verki sín­u.“ Hóp­ur­inn eigi að skila skýrslu og til­lögum eigi síðar en 1. nóv­em­ber næst­kom­and­i.

„Fáum blandast hugur um mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar enda er þekking almennings á umheiminum og skilningur á honum að miklu leyti kominn undir fréttum miðlanna og annarri umfjöllun þeirra. Staðbundnir fjölmiðlar og fjölmiðlar á landsvísu sem starfræktir eru utan höfuðborgarsvæðisins gegna hlutverki við að tryggja nauðsynlega fjölbreytni lýðræðislegrar umræðu og skoðanaskipta þar sem margvísleg sjónarmið njóta sín og verða grundvöllur afstöðu og ákvarðanatöku,“ segir í greinargerð með tillögunni.

smari@bb.is

DEILA