Stjarnan mætir á Torfnes

Í kvöld er komið að því að Stjörnukonur reyni við nautsterkar Vestrakonur í Íslandsmótinu í blaki. Vestri hefur verið á blússandi siglingu í blakinu í vetur og hleður sigrum í töskurnar, kvennaliðið er í þriðja sæti í 1. deild og karlaliðið í fyrsta sæti í 1. deild. Blakdeildin hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á uppeldið og það er að skila sér í feiknaöflugum ungum spilurum sem gaman er að fylgjast með á vellinum. Deildin á virkilega skilið að bæjarbúar fjölmenni á völlinn og hvetji sínar konur til sigurs en leikurinn hefst kl. 20:00

bryndis@bb.is

DEILA