Skjöldur nýr framkvæmdastjóri Odda

Skjöldur Pálmason tekur við stjórnartaumum hjá Odda.

Skjöldur Pálmason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda hf. á Patreksfirði. Skjöldur tekur við af Sigurði Viggóssyni sem hefur látið af störfum að eigin ósk og var kjörinn formaður stjórnar félagsins á aðalfundi í byrjun janúar. Sigurður mun starfa áfram að hluta fyrir félagið sem starfandi stjórnarformaður og tekur við af Einari Kristni Jónssyni sem hefur verið stjórnarformaður í tæp 23 ár.  Skjöldur hefur starfað sem rekstrarstjóri Odda um árabil.

smari@bb.is

DEILA