Selja regnbogasilung til Japan

Frystum regnbogasilungi raðað í gám.

Starfsmenn Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf.  og dótturfélagsins Háafells hófu fyrir jól slátrun á fyrsta regnbogasilungnum sem settur var í eldiskvíar Háafells í Álftafirði. Fiskurinn er unninn í Íshúsinu á Ísafirði. Japanskir kaupendur komu í heimsókn fyrir jól til að taka út vöruna og staðfestu kaup en ágætis markaðsaðstæður eru um þessar mundir fyrir regnbogasilung í Asíu. Í dag er unnið að hleðslu fyrstu gámana sem seldir hafa verið til Japans en regnbogasilungur er þar í landi eftirsóttur í m.a. sushi og sashimi rétti.

Háafell er með leyfi fyrir 6.800 tonna eldi á regnbogasilungi en hyggst ekki nýta það. Fyrirtækið stendur nú í gerð umhverfismats á 6.800 tonna laxeldi á sömu staðsetningum í Ísafjarðardjúpi.

smari@bb.is

DEILA