Samkvæmt orðanna hljóðan

Súðavík.

Birt er á bb.is aðsend grein eftir Pétur Markan sveitarstjóra Súðavíkurhrepps og fjallar hann þar um efnistök bb.is á málefni sem hann vakti máls á í fundargerð sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps. Það er að sönnu rétt að orðið „skattsvik“ koma ekki fram í bókun hans á fundi sveitarstjórnar þann 19. desember en lesendum til glöggvunar er bókun hans birt hér orðrétt:

„ Rekstur sveitarfélagsins hefur stórbatnað á kjörtímabilinu eins og vöxtur á handbæru fé gefur til kynna.

Áhyggjuefni er hversu útsvarstekjur dragast skart saman á milli ára. Skerðingin verður ekki útskýrð með fækkun skattbærra manna eingöngu.

Líklegasta skýringin er að tilfellum fjölgar í sveitarfélaginu þar sem íbúar notast við einkaneysluhlutafélög til þess að fjármagna heimilis og einkaneyslu.

Þessi þróun er afar uggvænleg og í raun aðför að samfélaginu sem byggir samrekstur sinn á skattheimtu“

Í frétt um málið á bb.is er vísað í lög og reglugerðir hvað varðar rekstur einkahlutafélaga og vefurinn stendur við þá túlkun sína að í þriðju málsgrein bókunar sveitarstjórans felist ásökun um skattsvik.

bryndis@bb.is

DEILA