Ríkið selji fasteignir fyrir 45 milljarða

Viðskiptaráð vill selja lögreglustöðina við Hverfisgötu.

 

Viðskiptaráð telur mikil tækifæri fólgin í því að draga úr opinberu eignarhaldi fasteigna hér á landi og leggur til að ríkið selji fermetra fyrir 45 milljarða króna. Telur ráðið hagkvæmt að einkaaðilar fái að kaupa einn ef hverjum fjórum fermetrum í eigu ríkisins sem sé umsvifamesti rekstraraðili fasteigna á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á umsvifum ríkisins á íslenskum fasteignamarkaði sem verður kynnt í dag. Segir þar að ríkissjóður eigi alls 880 þúsund fermetra af húsnæði í um eitt þúsund fasteignum.

Meirihluti skrifstofuhúsnæðisins sem Viðskiptaráð leggur til að ríkið selji er staðsett á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fermetraverð er hærra, á meðan meirihluti íbúðarhúsnæðisins er staðsettur á landsbyggðinni, þar sem fermetraverð er lægra. Tvo þriðju hluta söluverðmætisins má því rekja til skrifstofubygginga á höfuðborgarsvæðinu.

smari@bb.is

DEILA