Rignir í dag

 

Eftir kulda síðustu daga hlýnar að nýju í dag og spáin fyrir Vestfirði kveður á um suðaustan 8-15 m/s og rigningu en heldur hvassara til fjalla um tíma í nótt. Hiti verður á bilinu 2 til 7 stig. Vindur snýst í suðvestan 5-10 m/s með slydduéljum eða éljum síðdegis á morgun og kólnar. Búist er við vægu frosti annað kvöld. Hálka er víða á Vestfjörðum og sums staðar snjóþekja.

annska@bb.is

DEILA