Ráðið hjá Arnarlaxi

Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja starfsmanna sem koma til starfa í byrjun janúar.
Sigurbjörg Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem aðalbókari félagsins og mun bera ábyrgð á bókhaldi félagsins.

Jónas Heiðar Birgisson hefur verið ráðin sem sérfræðingur á fjármálasviði og mun sinna ýmsum tilfallandi störfum, þar á meðal kostnaðargreiningu, innleiðingu vinnuferla, arðsemisútreikningum og öðrum tilfallandi verkefnum.

Hagvangur aðstoðaði við ráðningar og sóttu 11 manns um stöðu sérfræðings á fjármálasviði og var enginn umsækjandi búsettur á Vestfjörðum.

Arnarlax fjárfesti síðastliðið sumar í húsnæði við höfnina á Bíldudal sem síðustu ár hefur verið nýtt sem gistiheimili en var upphaflega í eigu Kaupfélagsins á staðnum. Síðustu mánuði hefur verið unnið að því að breyta húsnæðinu sem hér eftir hýsir aðalskrifstofur Arnarlax en fram að þessu hefur skrifstofa félagsins verið í vinnsluhúsnæði félagsins og var fyrir löngu orðið alltof lítið.

Kaupin á þessu húsnæði eru forsenda þess að fjölga starfsfólki á skrifstofu félagsins og taka bókhald aftur inná skrifstofu félagsins.

brynja@bb.is

DEILA