Opið í Árneshrepp

 

Í dag verður suðaustan kaldi eða stinningskaldi 8-13 m/s á Vestfjörðum, með rigningu eða skúraveðri. Miðað við árstíma verður áfram hlýtt í veðri í dag með hita á bilinu 2 til 7 stig, en það kólnar  á morgun og verður þá vindur austlægari og búist við éljagangi samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Það kólnar áfram í veðri þegar líður á vikuna og má búast við talsverðu frosti.

Á Vestfjörðum er á köflum hálka eða hálkublettir, einkum á fjallvegum er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Öllu meiri hálka er á Ströndum. Opið er norður í Árneshrepp.

annska@bb.is

DEILA