Ók öfuga leið um hringtorg

Ökumaður lék sér að því að aka öfuga leið um hringtorgið á Ísafirði

Fimmtán ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða í umdæmi Lögreglunnar á Vestfjörðum er fram kemur í helstu verkefnum hennar í liðinni viku. Flestir þessara ökumanna voru í akstri á Djúpvegi. Sá sem hraðast ók mældist á 128 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Tilkynnt var um eitt umferðaróhapp í vikunni sem var minniháttar árekstur á bifreiðastæði á Ísafirði.

Á sunnudagskvöld stóðu lögreglumenn í eftirliti ökumann fólksbifreiðar að því að aka öfugt í hringtorg í miðbæ Ísafjarðar. Afskipti voru höfð af ökumanninum, sem virðist hafa gert sér þetta að leik og má hann búast við sekt fyrir athæfið.

annska@bb.is

DEILA